Fyrirséð er að áætlaður mikill vöxtur í norsku laxeldi á næstum árum verður fyrst og fremst byggður á öðrum framleiðsluaðferðum en opnum sjókvíum. Þrjár aðferðir munu standa undir þessum breytingum.

1) Risavaxnar sjókvíar sem verða settar niður út á rúmsjó langt frá landi.

2) Lokaðar sjókvíar með hreinsibúnaði inn til fjarða.

3) Landeldisstöðvar á borð við þessa sem má lesa um í meðfylgjandi frétt. Fyrirhugað er að reisa þessa stöð í Vestur Noregi og verður hún með framleiðslugetu upp á tæplega 29 þúsund tonn á ári, en það mun gera hana að stærstu landeldisstöð Evrópu.

This is the status of what could become Europe’s largest land-based salmon farm