Samkvæmt þessari frétt sem var að birtast á vef Iceland Review hefur MATÍS staðfest að laxar sem voru fangaðir í Fífustaðadalsá við Arnarfjörður nú í haust eru eldislaxar. Þetta voru tvær hrygnur sem voru að því komnar að hrygna.

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hefur vaktað þrjár laxveiðiár í Ketildölum við suðurströnd Arnarfjarðar undanfarin fjögur ár og fangaði hann fiskana í net við eftirlit með ánni.

Eins og sjá má á ljósmyndum sem fylgja greininni fer uppruni hrygnanna ekki á milli mála. Greining og staðfesting MATÍS er nánast formsatriði.

Arnarlax rekur umfangsmikið laxeldi í opnum sjókvíum í Arnarfirði.