Fréttir
Enn syrtir í álinn í Noregi vegna þörungablómans
Dauðinn í sjókvíunum er enn meiri en talið hefur verið. Samkvæmt nýjustu tölum er talið að fiskar sem hefðu staðið undir 10 þúsund tonna ársframleiðslu séu fallnir í valinn. Það þýðir að á örfáum dögum hafa drepist fjórar til fimm milljónir eldislaxa, sem gátu enga...
Stöndum vörð um villta laxinn
Íslensk náttúruverndarfélög ásamt bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia fengu þessa heilsíðuauglýsingu birta í Fréttablaðinu í dag. Stöndum vörð um villta laxastofna!
BBC fjallar um óþverra og eiturefnanotkun í skosku sjókvíaeldi
Hinn virti fréttaskýringaþáttur BBC, Panorama, birti í gærkvöldi magnaða útekt á sjókvíaeldisiðnaðinum í Skotlandi. Í þættinum kemur meðal annars fram að þessi iðnaður leggur gríðarlega vinnu í að halda umhverfisáhrifum sjókvíaeldisins frá neytendum. Þá er skoska...
Gríðarlegt magn rusls frá sjókvíaeldi plága í norskum fjörðum
Hér er sláandi frétt úr norska ríkissjónvarpinu sem sýnir hvernig heilu sjókvíarnar og annað drasl úr sjókvíaeldi er að hlaðast upp í náttúrunni í Noregi: leiðslur, kaðalbútar, alls kyns rör og einangrunarplast. Sjókvíaeldisfyrirtækinn þykjast svo ekki kannast við...
Algerlega óviðunandi eftirlitsleysi með sjókvíaeldi
„Vissulega eru í orði lagðar ákveðnar skyldur á þessi fyrirtæki en þegar kemur að því að fylgjast með því hvort eftir þeim sé farið er vanmáttur hins opinbera nær alger.“ Ragna Sif Þórsdóttir, stjórnarkona í Icelandic Wildlife Fund, rifjar upp í þessari grein í...
Skelfilegt ástand sjókvíaeldi í N. Noregi vegna þörungablóma
Þetta er staðan í Noregi. Bryggjur yfirfullar af fiskikörum með dauðum eldislaxi úr sjókvíum þar sem þörungarblómi hefur stráfellt fisk. Þetta eru óverjandi aðfarir við matvælaframleiðslu. Sjá umfjöllun SalmonBusiness.
Kæri alþingismaður: Munt þú standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika
Þetta veggspjald fór í dag upp á fjölmörg skilti við götur sem liggja að Austurvelli. Skilaboðin eru einföld. Laxeldi í opnum sjókvíum ógnar lífríki Íslands. Það er í höndum Alþingismanna að ganga þannig frá lögum um fiskeldi að þeirri ógn verði aflétt. Með því að...
Neyðarástand í sjókvíaeldi í N. Noregi vegna þörungablóma
Neyðarástand ríkir í sjókvíaeldi við Norður Noreg vegna mikils þörungablóma í hafinu. Fiskur stráfellur í kvíum og engin viðbrögð önnur í boði en að moka upp dauðum fiski og hætta að fóðra þá sem eftir lifa til að reyna að koma á ró í kvíunum. Sjókvíaeldi er...
Hvað mun kosta að hreinsa upp eftir sjókvíaeldi?
Þetta eru mikilvægar spurningar frá Halldóru Mogensen til sjávarútvegsráðherra og af gefnu tilefni. Skemmst er að minnast milljarða kostnaðar við hreinsun eftir sjókvíaeldi við Svíþjóð, sem mun falla á almenning. Í frétt MBL kemur meðal annars fram að Halldóra „spyr...
Vaxandi sjálfvirkni þýðir að sjókvíaeldi mun ekki skapa nema örfá ný störf
Þeir sem telja að sjókvíaeldi fylgi mörg störf í smærri byggðum lifa í blekkingu. Rétt eins og í sjávarútvegi er þróunin í sjálfvirknivæðingu og fjarvinnslu afar hröð í fiskeldi. Í þessari frétt frá fagmiðlinum Salmon Business er sýnt hvernig fóðrun í tuttugu...
„Hlustum á Attenborough“ – Grein Ingólfs Ásgeirssonar
Ingólfur Ásgeirsson stofnandi IWF skrifar þarfa áminningu sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Þar minnir hann okkur á að hlusta á Attenborough sem hefur varað við laxeldi í opnum sjókvíum því það ógnar villtum laxastofnum. „Merkasti náttúruverndarsinni okkar...
Sjókvíaeldi ógnar líffræðilegum fjölbreytileika
„Munu framandi laxategundir sem eru nýttar í laxeldi, t.d. sjókvíaeldi hafa neikvæði áhrif á laxastofna hér við landi?“ spyr Trausti Baldursson, forstöðumaður vistfræði- og ráðgjafadeildar Náttúrufræðistofnunar Íslands í þessari frétt Morgunblaðsins...