Fréttir
Sjókvíaeldi mun lúta í lægra haldi fyrir landeldi sem er hagkvæmara og umhverfisvænna
Athygilsverð átök eiga sér nú stað innan laxeldisgeirans á heimsvísu. Fulltrúar gamla tímans, þeir sem reka sjókvíaeldisfyrirtækin, þráast nú við að horfast í augu við framtíðina þar sem landeldisstöðvar verða starfræktar á þeim markaðssvæðum þar sem selja á fiskinn....
Færeyingar skoða kosti hættuminna og umhverfisvænna úthafseldis
Færeyska laxeldisfyrirtækið Bakkafrost skoðar nú möguleikana á því að hefja laxeldi í úthafskvíum. Hröð þróun er á þeirri tækni sem sækir meðal annars mikið til þess hvernig gengið er frá olíuborpöllum. Með því að færa eldið langt frá landi snarminnka umhverfisáhrifin...
Barist fyrir norskum hagsmunum
Jón Kaldal félagi í IWF skrifar grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag um baráttu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fyrir því að norsku laxeldisrisarnir greiði ekki fyrir afnotin af íslenskri náttúru. Þessi afstaða SFS er í beinni andstöðu við hvernig...
Vaxandi andstaða við fiskeldi í opnum sjókvíum
Með hverjum mánuði og hverri viku stækkar hópurinn sem vill standa vörð um íslenska náttúru og lífríki. Mjög ánægjuleg frétt í Fréttablaðinu í dag. Hjálpumst að við að deila henni sem víðast! "Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið...
Barátta Merck og sjókvíaeldisfyrirtækja í Skotlandi fyrir meiri eiturefnamengun frá sjókvíaeldi
Lyfjarisinn Merck og samtök sjókvíaeldisfyrirtækja í Skotlandi herja þessa dagana á stjórnvöld þar í landi og vilja láta losa verulega um mörk skordýraeiturs sem heimilt er að nota í baráttunni við laxalúsapláguna sem geisar í kvíunum. Í þessari harkalegu...
Neytendur eiga heimtingu á að vita hvort skordýraeitur sé notað við framleiðslu á eldislaxi
Í áliti minnihluta atvinnuveganefndar er lagt til að lögum um fiskeldi verði breytt á þá leið að sjókvíaeldisfyrirtækjunum verði skylt að „merkja sérstaklega umbúðir þeirra afurða sem lúsaeitur hafi verið notað á,“ eins og það er orðað í álitinu. Þetta er athyglisverð...
Landeldisstöðvar sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum
Þriðja fyrirtækið á skömmum tíma hefur nú kynnt stórfelld áform um landeldi í Maine ríki í Bandaríkjunum. Eins og fyrr eru aðalxmerki þessara áætlana lágmarks áhætta fyrir umhverfið og lífríkið ásamt því samkeppnisforskoti að geta afgreitt ferskan fisk á heimamarkað....
Landeldi sækir í sig veðrið: Hagkvæmara og umhverfisvænna en sjókvíaeldi
Á sama tíma og sjókvíaeldið heldur áfram að verða fyrir þungum höggum og gagnrýni vegna óásættanlegra áhrifa á umhverfið og óviðunandi aðbúnaðar eldisdýranna, sem hefur í för með sér gríðarlegan fiskidauða, er þróunin hröð í landeldinu. Í Dubai er þegar farið að selja...
Sjókvíaeldi er tifandi tímasprengju fyrir vistkerfið
Mengun hafsvæða, þrengsli í kvíum, fiskidauði, erfðablöndun, lyfjanotkun og sókn í villta stofna fyrir fóður. Þetta er meðal ástæðna sem nefndar eru í frétt The Guardian um nýja skýrslu þar sem kemur fram að fiskeldi er víða um heim i miklum vanda. Við þetta bætist...
Eldislax drepst í stórum stíl í Berufirði vegna veðurs
Það er víðar en í Noregi sem eldislax er að drepast í stórum stíl því aðbúnaður eldisdýranna er óviðunandi í sjókvíunum. Í meðfylgjandi frétt Stundarinnar er sagt frá því að fiskur hefur stráfallið vegna vetrarsára hjá Fiskeldi Austfjarða. Þetta var fiskur sem var að...
Erfðablöndun villtra laxastofna í Noregi heldur áfram að versna
Erfðablöndun eldislax við villta laxastofna hækkar á milli ára í Noregi. Í skýrslu sem Norska náttúrufræðistofnunin var að birta kemur fram að 67 prósent af 225 villtum laxastofnum sem voru rannsakaðir bera merki erfðablöndunar. Þar af eru 37 prósent stofna í slæmu...
Ástandið í sjókvíaeldisiðnaðinum í Chile afhjúpað í nýrri heimildarmynd
Sjókvíaeldisiðnaðurinn má reikna með þungri ágjöf í kjölfar þess að ný heimildamynd Patagonia um stöðu mála í Chile fer í sýningar seinnihluta júní. Þetta er mat fréttamanna fagmiðilsins Intrafish sem hafa séð myndina. Þar er dregin upp vægast sagt svört mynd af...