Færeyska laxeldisfyrirtækið Bakkafrost skoðar nú möguleikana á því að hefja laxeldi í úthafskvíum. Hröð þróun er á þeirri tækni sem sækir meðal annars mikið til þess hvernig gengið er frá olíuborpöllum. Með því að færa eldið langt frá landi snarminnka umhverfisáhrifin og hættan af erfðablöndun við villta laxastofna.

Forstjóri Bakkafrost hefur trú á að miklar breytingar verði á laxeldismarkaðinum á næstu árum þegar meðal annars Kína og Indland blanda sér í alvöru í slaginn. Varar hann við vanmati á því sem er þar í vændum og vitnar óbeint í fleyg ummæli Bill Gates sem sagði að fólk ætti það til að ofmeta þær breytingar sem verða innan tveggja ára en vanmeta þær sem verða innan tíu ára. Skv. SalmonBusiness:

“This is just the beginning of technology and market development. We believe China will grow sharply, and we believe it will be the production of salmon in India. The supply picture for the next 5-10 years will depend on how successful the various land and offshore-based technologies will be, but no matter how successful they become, it will take time for new players to raise capacity enough to really challenge demand growth.”