Þriðja fyrirtækið á skömmum tíma hefur nú kynnt stórfelld áform um landeldi í Maine ríki í Bandaríkjunum. Eins og fyrr eru aðalxmerki þessara áætlana lágmarks áhætta fyrir umhverfið og lífríkið ásamt því samkeppnisforskoti að geta afgreitt ferskan fisk á heimamarkað.

Á sama tíma berjast laxeldismenn á Íslandi um á hæl og hnakka fyrir því að fá útgefin fleiri leyfi fyrir opið sjókvíaeldi og barma sér þar að auki yfir því nú hefur verið kynnt lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir að þeir þurfi að greiða þjóðinni fyrir afnot af sameiginlegri auðlind hennar til sjávar.

Sjá umfjöllun SalmonBusiness um nýjastu fréttir af vexti landeldis á austurströnd Bandaríkjanna.