Sjókvíaeldisiðnaðurinn má reikna með þungri ágjöf í kjölfar þess að ný heimildamynd Patagonia um stöðu mála í Chile fer í sýningar seinnihluta júní. Þetta er mat fréttamanna fagmiðilsins Intrafish sem hafa séð myndina. Þar er dregin upp vægast sagt svört mynd af áhrifum sjókvíaeldisins á umhverfið og lífríkið í Chile. Sagt er frá og sýnt hvernig eitruð froða liggur yfir annars fallegum sandströndum, fiskidauði í kvíum hefur verið hrikalegur og villtir nytastofnar hafa hrunið.

„Þessi starfsemi er að drepa hafið,“ segir brimbrettakappinn og umhverfisverndarsinninn Ramon Navorro, sem kafar undir sjókvíar í myndinni og sýnir hroðalegan viðbjóðinn sem safnast á botninn fyrir neðan þær.

Hér er hlekkur á greinina en áskrift þarf til að lesa hana alla.