Fréttir
Mest lesnu fréttir Salmon Business fjalla um bönn við sjókvíaeldi
Tvær af mest lesnu fréttum Salmon Business News 2019 fjalla um bönn þjóðríkja á sjókvíaeldi og tvær um landeldisverkefni. Mest lesna frétt ársins er um gríðarlegan fiskidauða í sjókvíum við Noreg síðastliðið sumar, þegar um átta milljón fiskar köfnuðu í kvíunum vegna...
Íslensk hvatt til að gerast aftur meðlimur samtaka um verndun villtra laxastofna
Fréttastofa RÚV segir frá því að í mars á þessu ári hafi forseti NASCO skrifað bréf til íslenskra stjórnvalda þar sem þau eru hvött til þess að ganga aftur í samtökin, sem berjast fyrir verndun villta laxastofnsins í Norður Atlantshafi. Í fréttinni kemur fram að í...
Stórt sleppislys í Kanada í kjölfar eldsvoða í sjókvíaeldisstöð norska eldisrisans Mowi
Stórt sleppislys varð í kjölfar eldsvoða hjá norska eldisrisanum Mowi við vesturströnd Kanada. Spurningin í sjókvíaeldinu er alls staðar sú sama: ekki hvort, heldur hvenær munu netapokarnir bresta. Eðlilega vill ríkisstjórn Trudeau losna við þessa starfsemi úr sjónum...
Enn berast fréttir af sleppislysum úr sjókvíaeldisstöðvum í Noregi
Ekkert lát er á fréttum af sleppislysum í sjókvíaeldi í Noregi. í gærkvöldi var yfirvöldum tilkynnt um að fiskur í sláturstærð hefði sloppið úr kvíum fyrir miðju landsins. Bætist þar með enn við fjölda fiska sem sloppið hefur úr sjókvíum á þessu ári sem er það versta...
„Furðuleg samkoma í boði MATÍS“ – Grein Jóns Kaldal
Stofnanir sem þiggja stærstan hlutan tekna sinna frá ríkinu virðast hver á fætur annarri þjást af mjög óheppilegri meðvirkni með sjókvíaeldisfyrirtækjunum sem starfrækt eru hér við land á vegum norskra stórfyrirtækja. MAST tók til dæmis upp á því í haust að greina...
Fréttablaðið fjallar um svarta skýrslu Norsku hafrannsóknastofnunarinnar
Hughreystandi er að sjá að íslenskir fjölmiðlar eru á tánum þegar kemur að stöðu sjókvíaeldis í Noregi. Þar í landi eru eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem eru starfrækt á Íslandi og sömu vinnubrögð og tækni notuð. Í frétt Fréttablaðsins er sagt frá því sem við...
„Norski staðallinn“ í reynd: 300.000 eldislaxar hafa sloppið úr norskum sjókvíum í ár
Á þessu ári hafa yfir 300 þúsund eldislaxar sloppið úr sjókvíum við Noreg. Ástandið hefur ekki verið verra í átta ár, eða frá 2011. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp miklar heitstrengingar íslenskra talsmanna sjókvíaeldismanna um hinn „stranga norska staðal“ sem...
Trudeau stendur við kosningaloforðin: Sjókvíaeldi heyrir sögunni til við Kyrrahafsströnd Kanada
Trudeau stendur við kosningaloforðið. Allar sjókvíar skulu upp úr sjó við vesturströnd Kanada innan fimm ára. Sjókvíar skaða umhverfið og lífríkið. Við Íslendingar eigum að fara að fordæmi Kanada. Skv. frétt Intrafish: "Canadian Prime Minister Justin Trudeau is not...
Hrefna í ætisleit rífur gat á sjókví við N. Noreg: Ekki spurning um hvort, heldur hvenær kvíar rofna
Hrefna rauf stórt gat á sjókví, við Finnmörk í Norður Noregi, sem óþekktur fjöldi eldislaxa slapp síðan út um. Í fréttinni kemur fram að nokkur önnur sambærileg atvik hafa orðið í sjókvíaeldi við Noreg undanfarin ár þar sem hrefnur hafa ráðist til atlögu til að ná sér...
Landeldi er framtíð laxeldis á vaxandi mörkuðum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Afríku
Soldánsdæmið Brúnei bætist í hratt stækkandi hóp þjóðríkja þar sem lax verður ræktaður í landeldi. „Neytendur eru í vaxandi mæli meðvitaðir um fæðuöryggi, heilsu, rekjanleika og umhverfisáhrif, sem til samans er að baki eftirspurn eftir matvöru sem er framleidd á...
Sjókvíaeldi fylgir gegndarlaust dýraníð: Tugmilljónir „hreinsifiska“ drepast í norskum sjókvíum hvert ár
Á hverjum degi drepast milli 150 og 160 þúsund svokallaðir hreinsifiskar í sjókvíum við Noregi. Á ársgrundvelli er talan 50 til 60 milljónir. Þetta er dýraníð án hliðstæðu segir norskur fyrrverandi prófessor í dýralækningum. Hreinisfiskarnir eru aðallega hrognkelsi...
Vaxandi sjókvíaeldi á laxi hefur alvarlegar neikvæðar afleðingar fyrir fæðuöryggi í heiminum
Vaxandi sjókvíaeldi á laxi veldur því að mikilvæg næring er tekin frá þjóðum sem mega alls ekki við frekari fæðuskorti. Í þessari frétt Nature er sagt frá því að eftirspurn fiskeldisfyritækja eftir fiskimjöl er svo mikil að stór hluti afla sem kemur úr sjó við Afríku...