Í erindi sem við hjá IWF sendum til umhverfisráðuneytsins á síðasta ári óskuðum við eftir skýringum á því af hverju lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 og reglugerð nr. 789/1999 um fráveitur og skólp gilda ekki um eldi í sjókvíum. Þetta eru sömu lög og reglur gilda um landeldi og aðra matvælaframleiðslu á landi.

Í svari fulltrúa umhverfisráðuneytisins kom þetta fram: „Fráveitur eru nýttar til flutnings og hreinsunar á skólpi áður en því er veitt út í viðtaka. Í sjókvíum lifir fiskurinn í viðtakanum (sjónum); þar er fiskurinn fóðraður og fóðurleifar og úrgangur frá fiskinum fer beint út í viðtakann. Ekki myndast því skólp sem hægt er að safna og meðhöndla. Á mengunarvörnum vegna fiskeldis í sjókvíum er því að tekið á annan hátt.“ Í því samhengi var vísað í svari ráðuneytisins í ákvæði um burðarþolsmat, mat á umhverfisáhrifum og rekstrar- og starfsleyfi.

Með öðrum orðum, nákvæmlega sama skólp og þarf að hreinsa ef það verður til á landi má láta streyma beint í sjóinn í sjókvíaeldi vegna þess að það fer fram í „viðtakanum“.

Þetta er meðal þess sem er að finna í umsögn IWF um meingölluð reglugerðardrög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um fiskeldi.

Sjá frétt Fréttablaðsins.