Hér í viðhengi má lesa umsögn IWF um drög að reglugerð um fiskeldi sem lögð voru fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Niðurstaða okkar er að drögin er ófullburða og meingallað verk þegar kemur að umgjörð og eftirliti með mengun frá starfseminni, slysasleppingum úr sjókvíunum, lúsasmiti, velferð eldisdýranna og upplýsingagjöf til almennings um starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Verulega þarf að bæta við og skerpa á öllum þessum þáttum í drögunum.

Markmið íslenskra fiskeldislaga er meðal annars að stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. „Við framkvæmd laganna skal þess ávallt gætt að sem minnst röskun verði á vistkerfi villtra fiskstofna og að sjálfbærri nýtingu þeirra sé ekki stefnt í hættu,“ einsog þar stendur.

Mikið vantar upp á að reglugerðardrögin styðji við þessi markmið og í tilfelli tillögu um að afnema fjarlægðarmörk sjókvíaeldisstöðvar við laxveiðiár eru þau í beinni andstöðu við markmið laganna.