Fréttir
Sjókvíaeldi er alvarleg ógn við þorskstofninn segir sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun
Ingibjörg G. Jónsdóttir, sjávarvistfræðingur á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, bendir á hættuna sem þorskstofninn er í vegna sjókvíaeldis á laxi og regnbogasilungi, i meðfylgjandi viðtali sem birt var í sjómannadagsblaði 200 mílna. Við hjá IWF höfum ítrekað...
„Meiri dauði hér en við Noreg“- grein Ingólfs Ásgeirssonar
Laxeldi í opnum sjókvíum er skelfilega ómannúðleg meðferð á dýrum. Ástandið er þykir ólíðandi við Noreg en það er enn þá verra hér. Hver vilja leggja sér til munns matvæli sem eru framleidd með þessum hætti? Í greininni sem birtist á Vísi segir Ingólfur Ásgeirsson...
Sjókvíaeldi veldur gríðarlegu álagi á villta nytjastofna
Alþjóðlegu sjókvíaeldisrisarnir kaupa afurðir frá fiskimjölsverksmiðjum á Vesturströnd Afríku til að nota í fóður fyrir eldislax sem endar á borðum Vesturlandabúa. Þar á meðal er stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki heims, Mowi, meirihlutaeigandi Arctic Fish sem er með...
Þvert á allar spár MAST lifir laxalúsin ekki bara af í sjókvíum, heldur fjölgar sér
Vorið 2017, helstu sérfræðingar Matvælastofnunar (MAST): laxalús verður aldrei sama vandamál í sjókvíaeldi hér við land og í öðrum löndum. Vorið 2023, 31 eitrun/lyfjafóðrun síðar: mögulega er kominn upp stökkbreyttur og kuldaþolinn stofn af laxalús við Ísland. Í...
„Lús 22-falt yfir norskum mörkum og 44-falt yfir eigin viðmiðum“ – grein Jóns Kaldal
Í Noregi er sett vikulegt hámark við 0,2 laxalýs á hvern eldisfisk á göngutíma seiða villtra laxastofna úr ám. Ef lúsin fer yfir þau mörk gera norskar eftirlitsstofnanir kröfu um aðgerðir. Annað hvort skal eitrað fyrir lúsinni eða slátrað upp úr sjókvíunum. Og ef...
Lúsaplágan í Arnarfirði mun aðeins versna ef stækkunaráform Arnarlax ganga eftir
Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum sent umsögn til Skipulagsstofnunar þar sem við mótmælum stækkunaráformum Arnarlax í Arnarfirði. Eitrað hefur verið fyrir laxalús með skordýraeitri eða lyfjafóðri á hverju einasta ári frá 2017 í Arnarfirði, síðast nú fyrir...
„Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna?“ – grein Jóns Árna Vignissonnar
Fyrir nokkrum dögum birtist grein frá starfsmanni Landsvirkjunar þar sem því var haldið fram að vegna virkjana í Þjórsá hefði villtur laxastofn árinnar „margfaldast að stærð“. Fulltrúi Landsvirkjunar lét þess hins vegar ekki getið að á sínum tíma var gengið þannig...
Laxadauði í sjókvíum við Ísland umtalsvert meiri en í Noregi
Fyrstu fjóra mánuði ársins drápust rúmlega 1,1 milljón eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Það er um það bil 19-föld stærð villta íslenska laxastofnsins. Tölur yfir laxadauðann í sjókvíunum er hægt að sjá á Mælaborði fiskeldis sem er birt á vefsvæði Matvælastofnunar...
„Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun“ – grein Margaret J. Filardo
Ef Hvammsvirkjun rís þá mun hún skaða villta laxastofna. Margaret J. Filardo, doktor í líffræði og sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish...
„Samtalið við Seyðfirðinga sem aldrei varð“ – grein Magnúsar Guðmundssonar
Í þessari grein Magnúsar er farið á skýran hátt yfir af hverju óskiljanlegt er að sjórnvöld hafi ákveðið að heimila sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði, samkvæmt standsvæðaskipulagi fyrir Austfirði. Heimafólk við fjörðinn er nú í þeirri furðulegu stöðu að þurfa að höfða...
Vesturbyggð stefnir Arnarlax vegna ógreiddra hafnargjalda
Og svo er enn til fólk sem trúir því að sjókvíaeldisfyrirtækjunum sé annt um sjávarbyggðirnar. Þetta er ekki og hefur aldrei verið góðgerðarstarfsemi. Sú saga hefur verið skrifuð í Noregi nú þegar. Störfin eru alltaf færri en var lofað og hagnaðurinn tekinn út annars...
Fyrirspurn BB til IWF um skólpmengun frá sjókvíaeldi
Okkur barst í dag fyrirspurn frá Kristni H. Gunnarssyni, ritstjóra BB, sem okkur er ljúft og skylt að svara. Tilefnið eru upplýsingar sem koma fram á heimasíðu Ekki í boði. Fyrirspurnin og svarið við henni fara hér á eftir: FYRIRSPURN BB „Óskað er nánari skýringa á...