Björk stendur með umhverfi og lífríki Íslands. Nýtt lag sem hún tileinkar baráttunni gegn laxeldi í opnum sjókvíum.

Björk birti lagið sem hún gerði með Rósalíu á Facebook og Instagram þar sem hún hvetur alla til að fjölmenna á Austurvöll.

„við rosalia viljum gefa lag sem við sungum saman.
ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á íslandi.
mig langar til að leiðrétta þann misskilning sem hefur komið fram í fjölmiðlum .
við rosalia munum ekki koma fram á mótmælunum á austurvelli.
bændur ætla að fjölmenna á austurvöll , og ég ætla að mæta og styðja þá .
en úr mannfjöldanum , ekki frá sviðinu ( bara svo það sé alveg skýrt )
sjáumst á austurvelli !!!
hlýja
björk“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Björk (@bjork)