Við fylltum Austurvöll! Takk fyrir daginn

Frábær áfangi í baráttunni. Hún heldur áfram!

Vísir fjallaði um mótmælin.

Mótmæli gegn sjókvíaeldi fóru fram á Austurvelli í dag. Eflt var til óvenjulegs gjörnings að mótmælunum loknum þegar „lúsaeitri“ var hellt yfir Austurvöll og yfir dauða fiska við Alþingishúsið.

Bubbi hóf fundinn á að spila tvö lög. Inga Lind Karlsdóttir stýrði fundinum og tók til máls.

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur tók til máls. „Vér mótmælum öll!“ sagði Jóhannes í ræðu sinni við mikinn fögnuð.

Þegar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra tók til máls tóku sumir fundarmenn upp á því að púa á hann.

Í viðtali við fréttamann að ræðu lokinni sagði hann sjókvíaeldin ekki vera mál á hans borði, en játaði í leið að um alvarlegt mál væri að ræða, og vísaði til ætlaðs brots Artic Sea Farm.

Undir lok fundarins gaf Inga Lind mótmælendum þau fyrirmæli að hella „lúsaeitri“ yfir Austurvöll úr flöskum sem skipuleggjendur höfðu raðað upp við sviðið.