Morgunblaðið birtir myndarlega umfjöllun um mótmælin á Austurvelli þar sem bæði er rætt við þrjá mótmælendur, Jón Gautason, Gísla Sigurðsson og Báru Einarsdóttur:

„Mér er bara annt um ís­lenska lax­inn og friðhelgi hans. Ég er orðinn leiður á þess­ari sjálf­töku er­lendra fyr­ir­tækja hér á ís­landi og hvernig ís­lenskt rík­is­vald virðist alltaf beygja sig niður á fjór­ar þegar kem­ur að svo­leiðis mál­um,“ seg­ir Jón Gauta­son. Í bak­grunni mátti heyra eldræður og mót­mæl­end­ur hrópa hvatn­ing­ar­orðin „lengi lifi ís­lenski lax­inn!“ …

„Skila­boðin eru þau að ég vil ekki sjá þetta í ám lands­ins,“ seg­ir Jón og bæt­ir við að hann sé tengd­ur land­eig­anda í Norðurár­dal.

„Þau hafa hluta af sinni af­komu af því að halda ánni. Ef svona veiðist í ánni þar þá dregst úr af­kom­unni í norður­hlut­an­um. Fyr­ir utan að það vill ekki nokk­ur maður borga fleiri hundruð þúsund fyr­ir að veiða svona í ís­lensk­um ám.“…

Ann­ar mót­mæl­andi, Gísli Sig­urðsson, sem hef­ur tekið þátt í þess­ari bar­áttu í 10 til 12 ár, seg­ir sjókvía­eldið ekki aðeins hafa slæm áhrif á villta sil­unga­stofna held­ur séu um­hverf­isáhrif­in gríðarleg.

„Það verður meng­un í líf­rík­inu í kring­um kví­arn­ar, þetta hef­ur áhrif á fugla­líf og villta sil­unga­stofna sem eru á sveimi þarna í kring. Það er ekki bara lax­inn sem er und­ir. Það koma efni frá fóðrinu og frá lyfj­um sem eru notuð.“ …

Aðspurður seg­ir hann að lokuð kerfi í sjó og land­eldi sé mun betri kost­ur og hafi ekki nærri því jafnslæm áhrif á um­hverfið og sjókvía­eldi. …

Bára Ein­ars­dótt­ir var á meðal fjölda mót­mæl­enda sem báru nælu í barm­in­um til þess að standa með ís­lenskri nátt­úru og villta ís­lenska lax­in­um.

Finnst þér stjórn­völd hafa gert nóg í þess­um mála­flokki? „Nei. Mér finnst þau hafa brugðist al­gjör­lega. Mín von er að þeir fari að vakna.“ Spurð hvort hún teli að banna eigi sjókvía­eldi eða grípa til auk­ins eft­ir­lits seg­ir hún:

„Það á al­farið að banna þetta vegna þess að þetta er hvorki gott fyr­ir nátt­úr­una né dýr­in sjálf. Ef þetta fer upp á land og það er hugsað um dýr­in eins og þau séu lif­andi ver­ur þá vær­um við miklu sátt­ari.“ Spurð hvað hún haldi að aftri stjórn­völd­um seg­ir hún:

„Ég held það séu kannski tengsl­in og pen­ing­arn­ir, því miður.“