Fréttir
Ein elsta og virtasta fiskverslun Danmerkur býður ekki lengur upp á eldislax
Eldislax úr sjókvíum er ekki í boði hjá þessum danska fisksala.
Húnabyggð leggst gegn efnistöku úr áreyrum Svartár
Við stöndum með sveitarstjórn Húnabyggðar sem leggst gegn áformum Landsnets um efnistöku úr áreyrum Svartár. Sveitarstjórnin bendir á hið augljósa, allar framkvæmdir sem geta haft neikvæð áhrif á lífríki vatnasvæðis Svartár eru óæskilegar. Viðskiptablaðið greindi frá:...
Ljóst að það þarf að herða reglur vegna gríðarlegs seiðadauða hjá Kaldvík
„Forstöðumaður hjá Matvælastofnun telur réttast að banna eldisfyrirækjum að setja laxaseiði í kvíar þegar hitastig sjávar fer undir ákveðin mörk. Talið er sjókuldi hafi átt þátt í því að yfir 600 þúsund laxaseiði drápust hjá Kaldvík í Fáskrúðsfirði í nóvember og...
MAST rannsakar seiðadauða
Eins og kom fram á Vísi 30. desember og á þessari síðu drapst gríðarlega mikið af eldislaxaseiðum þegar Kaldvík setti þau í sjókvíar í Fáskrúðsfirði í nóvember. Í nýrri frétt fréttastofu RÚV kemur fram að Kaldvík lét sér ekki segjast heldur setti líka út seiði í...
Í byrjun desember var laxadauðinn árið 2024 kominn í 3.7 milljón fiska
Í nóvember einum drápust eða var fargað vegna þessu hversu illa þeir voru særðir 633 þúsund eldislaxar í sjókvíum við Ísland. Í fyrra drápust í sjókvíunum eða var fargað 4,5 milljónir eldislaxa á árinu. Talan er komin í 3.715.904 (3,7 milljónir!) á þessu ári og enn á...
Vaxandi umræða í Noregi um dýravelferð í sjókvíaeldi
Norðmenn eru að vakna. Sjókvíaeldi á laxi er hræðileg dýravelferðarmartröð. skiljanlegt að fólk verji þessa meðferð á dýrum og þennan iðnað. Ef fyrirtækin geta ekki farið betur með dýrin sín en að um 40 prósent af þeim drepist skelfilegum dauða á eldistímanum þá á...
Tvö stór sleppislys í Noregi
Tvö norsk sjókvíaeldisfyrirtæki hafa tilkynnt á undanförnum dögum að þau hafi misst frá sér eldislax í miklu magni í sjóinn. Mowi, móðurfélag Arctic Fish á Vestfjörðum, missti fisk úr sjókví í Tromssýslu í Norður-Noregi og Grieg dældi eldislaxaseiðum í sjó þegar átti...
Ríkisstjórnin ætlar að taka öryggi neðansjávarstrengja alvarlega: Vonandi nær það til FARICE
Við treystum á að ný ríkisstjórn taki öryggi Farice fjarskiptastrengjanna sem liggja um Seyðisfjörð fastari tökum en síðasta ríkisstjórn. Botnfestingar sjókvía, sem fráfarandi ríkisstjórn ákvað að heimila í firðinum, eru bein ógn við þessa mikilvægu fjarskiptainnviði....
Myndband og hátíðarkveðjur frá VÁ-félagi um vernd fjarðar
Við höldum baráttunni ótrauð áfram!
Sjókvíaeldi í Chile ógnar viðkvæmri náttúru og menningu frumbyggja
Sjókvíaeldi á laxi eyðileggur umhverfið og lífríkið alls staðar þar sem það er stundað. Í meðfylgjandi grein hvetja alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin Client Earth fólk til að kaupa ekki eldislax úr sjókvíum og nefna slóð eyðileggingar þessa grimmdarlega iðnaðar í...
„Verðmætasköpun“ sjókvíaeldisiðnaðarins hefur fyrst og fremst birst í braski með framleiðsluleyfi
Það hafa nokkrir einstaklingar og félög á þeirra vegum tekið marga milljarða króna út úr þessum mengandi iðnaði þegar hlutir í sjókvíeldisfyrirtækjunum hafa skipt um hendur. Verðmætin sem voru seld hafa fyrst og fremst orðið til vegna framleiðsluleyfa sem var úthlutað...
Bjössi vill ekki eldislax – myndband
Einsog bjössi segjum við nei takk við laxi úr sjókvíaeldi.