Fréttir
Gríðarleg plastmengun frá sjókvíaeldi í S. Noregi: Milljónir plasthringa úr hreinsikerfum rekur á land
Mjög mikið magn af litlum plasthringjum hefur rekið á fjörur í Rogalandi í Suður Noregi undanfarna daga. Aðstoðarumhverfisstjóri héraðsins telur að magnið sé í milljónum og segir að böndin berast að þremur seiðaeldisstöðvum sem Marine Harvest rekur á svæðinu. Málið er...
Fleiri norsk sveitarfélög skera upp herör gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Tromsö er ekki eina sveitarfélagið í Noregi sem freistar þess að koma böndum á eldisfyrirtækin sem starfa í þeirra umdæmi, með tilheyrandi mengun og háska fyrir lífríkið frá opnu sjókvíunum. Yfirlýsingu sveitarstjórnarfólks í Tromsö um að sveitarfélagið vildi stöðva...
Tokyo Sushi bætist í hóp veitingastaða og verslana sem bjóða ekki upp á sjókvíaeldislax
Frábær tíðindi! Tokyo Sushi hefur gengið til liðs við ört stækkandi hóp veitingastaða og verslana sem bjóða aðeins upp á lax úr sjálfbæru landeldi og merkja sig því með gluggamiðunum frá IWF. „Ég hafði í um það bil eitt ár verið að skoða hvernig við gætum hætt að vera...
Ör þróun í landeldi á Íslandi: Samherji tvöfaldar landeldi sitt á norðurlandi
Það er ekki bara í öðrum löndum sem þróunin í landeldi er hröð. Hér á Íslandi er landeldi á laxi og bleikju í miklum blóma, bæði á Norðurlandi og Reykjanesi. Velgengnin er slík að Samherji hyggst tvöfalda landeldið sitt fyrir norðan. Svo má rifja upp að unnið er að...
„Lúsalyfið“ sem Arnarlax notar er skordýraeitur, ekki lyf
Í umræðuþráðum hér á þessari síðu okkar hafa fáeinir ákafir talsmenn opins sjókvíaeldis haldið því reglulega fram að efnið sem laxeldisfyrirtækin nota til að freista þess að ná tökum á lúsafárinu í sjókvíunum, sé ekki skordýraeitur heldur lyf. Skordýraeitur er þetta...
Landeldi er framtíðin, þó stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva berji höfðinu við steininn
Áfram berast fréttir af því að það sem Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, heldur fram að sé svo dýrt og flókið að það sé varla hægt, er þó að raungerast í hverju landinu á fætur öðru. Þessi tröllvaxna landeldisstöð er að hefja...
„Tonn af eiturblönduðu fóðri í boði Norðmanna“ – Grein Bubba Morthens
Eins og kemur fram í þessari grein Bubba hefur Arnarlax tvisvar í haust fengið leyfi til að nota fóður blandað því sem MAST kallar lyf gegn laxalús. Það sem kemur ekki fram í greininni er að áður hefur Arnalax fengið leyfi hjá MAST til að hella beint í sjóinn...
„Það sem þeir sögðu“ – Grein Árna Péturs Hilmarssonar
Árni Pétur Hilmarsson í Nesi í Aðaldal skrifar sterka grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísir.is í dag. „Ég flutti aftur heim í sveit með fjölskylduna mína vegna þess að ég hef hagsmuni af laxveiði. Ég er af sjöttu kynslóð í Nesi sem byggir afkomu sína á...
Versta laxveiðiár í sögu Skotlands: Loftslagsbreytingum og sjókvíaeldi um að kenna
Aldrei í manna minnum hefur minna veiðst af laxi í Skotlandi en á þessu ári. Til dæmis komu aðeins tveir laxar á land í á sem áður skilaði 700 löxum. Bágborið ástand villtu stofnanna er annars vegar rakið til loftlagsbreytinga og hins vegar til áhrifa frá sjókvíaeldi...
Risaeldisstöð sem á að reisa í Maine í Bandaríkjunum mjakast nær raunveruleika: Leyfismál frágengin
Önnur af tveimur risalandeldisstöðvum sem reisa á í Maine ríki í Bandaríkjunum er að ljúka vinnu vegna leyfismála. Þegar hún verður fullbúin mun þessi eina stöð framleiða 50 þúsund tonn á ári. Til samanburðar er gert ráð fyrir að laxeldi í sjókvíum við Ísland verði 71...
Sorglegur málflutningur framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva
Það var sorglegt að hlusta á framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva í kvöldfréttum RÚV tala niður þann möguleika að taka upp aðra eldistækni en opnar sjókvíar á þeim forsendum að opnu kvíarnar séu nánast allsráðandi af markaðinum um þessar mundir. Það eru...
Mikael Frödin í viðtali við Stundina: „Svona er ástandið undir yfirborðinu“
„Noregur er það land í heiminum sem gengur mest á náttúruna út af umfangi laxeldis norskra fyrirtækja, og ekki bara í Noregi heldur líka á Íslandi ... Þegar laxeldisfyrirtækin geta ekki vaxið meira í Noregi, meðal annars út af skaðlegum áhrifum þess á umhverfið, þá...