“Mikil reiði er nú ríkjandi meðal umhverfisverndarsinna meðal annars vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs þar sem hún er að kynna sér sjókvíaeldi í Noregi. Þeir telja einsýnt að keyra eigi í gegn frumvarp sem felur í sér breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem snúa að fiskeldi.”

„Það lýsir miklum dómgreindarskorti að meðlimir í atvinnuveganefnd Alþingis telji við hæfi að fulltrúar stóru sjókvíaeldisfyrirtækjanna taki þátt í vettfangsferðum og fundarhöldum nefndarinnar í Noregi,“ segir Jón Kaldal talsmaður Icelandic Wildlife Fund í þessari ítarlegu frétt sem var að birtast á Vísi.