Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á fiskeldislögum.

“Lands­sam­band veiði­fé­laga hefur gert alvar­legar athuga­semdir við frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum sem tengj­ast fisk­eldi. Sam­bandið mót­mælir því sér­stak­lega að í frum­varp­inu er kveðið á um að setja eigi á fót sam­ráðs­nefnd með full­trúum hags­muna­að­ila sem fjalla á um áhættu­mat erfða­blönd­un­ar. Sam­bandið segir að með þessu hátta­lagi muni ráð­herra grafa undan áhættu­mat­in­u.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­sam­band­inu segir að áhættu­matið sé í raun gert að til­lögu Haf­rann­sókn­ar­stofn­unn­ar en í frum­varp­inu er einnig kveðið á um að ráð­herra eiga að stað­festa mat­ið. Þessar breyt­ingar eru að mati sam­bands­ins „ský­laust brot“ á und­ir­rit­uðu sam­komu­lagi sem náð­ist um með­ferð áhættu­mats­ins í lögum sem sam­þykkt var í starfs­hópi um stefnu­mótun í fisk­eldi.”

Þetta er réttmæt gagnrýni á frumvarpið.

Sjá umfjöllun Kjarnans.