Einn helsti sérfræðingur heims segir í meðfylgjandi frétt að vísbendingar séu um að fiskeldi í sjó auki vöxt banvænna marglyttustofna. „Þetta er vítahringur þar sem fiskeldi í sjó gerir vandann verri sem aftur hittir svo það sjálft fyrir,“ segir Dr Lisa-Ann Gershwin.

Þau sem þekkja sögu fiskeldis hér við land vita að árið 2006 lagðist sjókvíaeldi á laxi af í Mjóafirði eftir að marglyttutorfa gekk í fjörðinn með þeim afleiðingum að lax stráféll í kvíunum.

Áhrif þess að setja niður mikið magn af framandi lífmassa í viðkvæmt vistkerfi fjarða getur haft hrikalegar afleiðingar fyrir náttúruna og umhverfið.

Sjá umfjöllun SalmonBusiness.