Fréttir
Landeldisstöðvar munu skáka sjókvíaeldinu innan tíu ára
Norski fréttavefurinn Ilaks hefur á undanförnum vikum birta fjölda fréttaskýringa og pistla um hvernig landeldi er að breyta laxeldi. Spá sérfræðinganna er að innan tíu ára verði þessi markaður gjörbreyttur. Forstjóri sjókvíaeldisrisans Salmar, sem er móðurfélag...
Áhugaverð umfjöllun Landans um rannsóknir á útbreiðslu fiski- og laxalúsar á Vestfjörðum
Útbreiðsla fiski- og laxalúsar í fjörðum fyrir vestan þar sem sjókvíaeldi er leyfilegt er mikið áhyggjuefni. Lúsasmit á villtum laxfiskum er mun hærra þar en í þeim fjörðum þar sem sjókvíaeldi er bannað. Landinn birti í gærkvöldi mjög fróðlega umfjöllun Höllu...
Milljóna evra hagnaður leystur úr mengandi iðnaði
Pólski fjárfestirinn Jerzy Malek vill leysa út 20 milljón evrur, eða rúmlega milljarða íslenskra króna, fyrir hlut sem hann á í íslenska sjókvíaeldisfyrirtækinu Arctic Fish, sem jafnframt á Arctic Sea Farm. Sjá umfjöllun Salmon Business. Eignarhaldsfélagið sem fer með...
Ný skýrsla dregur upp svarta mynd af áhrifum sjókvíaeldis á vistkerfi og náttúru
Sjókvíaeldi á laxi skaðar náttúruna og veldur hundruða milljarða tjóni á heimsvísu segir í niðurstöðum nýrrar skýrslu sem var birt í dag. Með vaxandi umfangi verður tjónið sífellt meira. Ekki aðeins á umhverfinu og lífríkinu heldur líka á eldisdýrunum sem drepast nú í...
Koparhúðaðir netapokar eru plága í fjörðum, hér jafnt sem og í Noregi
Arctic Sea Farm er ekki eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem hefur orðið uppvíst að því að nota koparhúðaða netapoka þrátt fyrir að sérstaklega sé tiltekið í starfsleyfi að það sé óheimilt. Í nóvember 2018 var tilkynnt að í eftirlitsheimsókn Umhverfisstofnunar hafi komið í...
Hver eru viðurlögin við einbeittum brotum Arctic Sea Farm?
Eins og við höfum sagt frá þá hefur Arctic Sea Farm orðið uppvíst að því að brjóta gegn starfsleyfi sínu með ýmsum hætti í starfsemi sinni í Dýrafirði á Vestfjörðum. Það er þó ekki allt og sumt því fyrirtækið er einnig brotlegt í sjókvíaeldi sínu í Tálknafirði og...
IWF krefur Matvælastofnun um upplýsingar sem henni ber að birta lögum samkvæmt
Í morgun ítrekuðum við hjá IWF enn einu sinni ósk um upplýsingar um rekstur sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem Matvælastofnun (MAST) er skylt að birta samkvæmt lögum og gildandi reglugerð, en birtir þó ekki. Þetta er fráleit staða í ljósi þess að stofnunin (ásamt...
Enn á ný fréttir af laxadauða
Slíkar látlausar hörmungar fréttir berast ekki af neinu öðru húsdýrahaldi en sjókvíaeldi á laxi. Þetta er ekki boðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Í áætlunum fyrirtækjanna er beinlínis gert ráð fyrir að stór hluti eldisdýranna drepist því þau þola ekki þá vist sem...
Grafalvarlegar afleiðingar koparhúðaðra netapoka í sjókvíaeldi á lífríkið
Til að koma í veg fyrir að þörungagróður og skeljar setjist utan á netapokarna í sjókvíunum er algengt í þessum iðnaði að nota efni sem inniheldur kopar til að húða netin. Kopar er hins vegar málmur sem er baneitraður fyrir fjölda lífvera og umhverfið. Það sem er...
Áform um 100 þúsund tonna landeldi í gamalli námu við Álasund í Noregi
Norskur athafnamaður ætlar að byggja 100 þúsund tonna landeldisstöð i gamalli námu i fjalli við Geirangursfjörð við Álasund. Er það svipað magn og áform eru um að ala hér við land í opnum sjókvíum, verði leyfilegu hámarki náð. Norskir fjárfestar leita nú allra leiða...
Útsýni yfir sjókvíaeldi rýrir fasteignaverð skoskra útsýnislóða
Verð fasteigna þaðan sem er útsýni yfir laxeldissjókvíar er 3,6 milljón krónum lægra að jafnaði en sambærilegra eigna þar sem ekki sést í kvíar við vesturströnd Skotlands. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem var birt á dögunum í vísindamiðlinum Science...
Frestur til að skila athugasemdum við rekstrarleyfi Arctic Sea Farm rennur út á morgun
Frestur til að skila inn athugasemdum um tillögu Matvælastofnunar (MAST) um rekstrarleyfi Arctic Sea Farm til sjókvíaeldis á 10.000 tonna af frjóum laxi í Dýrafirði rennur út á morgun, 5. febrúar. Á mánudagur rennur svo út frestur til að skila umsögn um tillögu...