Hér eru merkilegar fréttir frá Noregi, þar sem sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur haft heljartök á stjórnmálastéttinni. Sjávarútvegsráðherra landins, Odd Emil Ingebrigtsen, hefur lýst því yfir að sjókvíaeldisfyrirtækin verði að gera breytingar á framleiðsluaðferðum sínum og taka upp lokuð kerfi til ná tökum á sleppingum, lúsafárinu og miklum dauða eldisdýranna. Annars, varar Ingebrigtsen við, er raunveruleg hætta á að því að engir neytendur verði eftir sem vilji kaupa vöru sem framleidd er með þessum hætti.

Þetta er ísjakinn sem stefnir á okkur, segir norski sjávarútvegsráðherrann.

Skv. frétt norska fréttamiðilsins e24:

„– Havbruksnæringen bidrar til bosetting og lønnsomme arbeidsplasser langs hele kysten. Nå ønsker vi å stake ut kursen for fremtidens havbruksnæring, sier fiskeri- og sjømatminister Odd Emil Ingebrigtsen.

Han varsler at regjeringen planlegger å legge frem en ny havbruksstrategi. Her vil målet om bærekraftig vekst stå sentralt. Da må det finnes løsninger på utfordringene med lus, rømming og høy dødelighet.

Blant virkemidlene som vurderes, er en ny stimuleringsordning for å sluse mer av dagens fjordoppdrett inn i lukkede anlegg.“