Skaðleg áhrif fiskeldis á iðnaðarskala í opnum sjókvíum á umhverfið og lífríkið liggja fyrir. Með áhættumati er leitast við að lágmarka þennan varanlega skaða.

Langtíma samfélagsleg áhrif af svo plássfrekri starfsemi innan lítilla sveitarfélaga hafa hins vegar nánast ekkert verið metin hér á landi. Í Noregi liggja fyrir að þau eru ekki endilega jákvæð eða einföld viðureignar.

Merkilega ný rannsókn sem var gerð á eyjunni Fröya í Syðra Þrándarlagi sýnir að um það bil 20 prósent starfsfólks í norska sjókvíaeldisiðnaðinum er erlent farandverkafólk. Samkvæmt rannsókninni er helsta umkvörtunarefni þessa hóps að hann er fastur í neðsta lagi samfélagsins, þar sem atvinnuöryggi er lítið og möguleikarnir á því að samlagast og hreyfa sig upp stigann eru takmarkaðir.

Höfundar rannsóknarinnar benda á að ef gerðar verða ráðstafanir til að breyta þessu og bæta hreyfanleika farandverkafólksins upp á við í samfélaginu verður til gat sem þarf að fylla aftur því störfin við framleiðslulínu í sjókvíaeldi myndi „neðsta lagið“ í atvinnulífinu á Fröya.

Fróðlegt væri að sjá úttekt á þessum málaflokki hér á landi. Sjókvíaeldi getur eins og önnur starfsemi á iðnaðarskala í fámennum samfélögum haft mjög neikvæð ruðningsáhrif á aðra atvinnuuppbyggingi með þeim afleiðingum að atvinnulífið verður einhæfara. Störfum fjölgar ef til vill en möguleikunum fækkar og mannlífið verður fátæklegra.