Norska náttúrufræðistofnunin, NINA, var að birta árlega skýrslu sína um ástand villtra laxastofna í Noregi og hún er svört. Áfram heldur erfðablöndun við eldislaxa að aukast í villtum laxi.

Af 239 villtum laxastofnum bera um 67% merki erfðablöndunar frá eldislaxi, sem hefur sloppið úr sjókvíum, og eru 37,5% stofna í slæmu eða mjög slæmu ásigkomulagi.

Þetta eru hrikalegar tölur því erfðablöndun við eldislax dregur úr getu villtra laxastofna til að komast af í náttúrunni.

Lífsbarátta villta laxins er nú þegar erfið vegna loftslagsbreytinga og súrnun sjávar, sem hefur aldrei í sögu jarðar gerst jafn hratt og á sér nú stað.

Áþján frá sjókvíaeldinu á villta laxinn er svo enn meiri vegna lúsafársins sem þar er viðvarandi vandamál. Lúsasmit frá sjókvíunum drepur um og yfir 40% af seiðum villta laxins ef þau lenda í lúsagerinu þegar þau ganga til hafs.

Hægt er að lesa skýrslu NINA á þessum hlekk.