Fréttir
Ný frönsk vefsíða PinkBombs berst gegn ósjálfbæru laxeldi
Baráttan gegn opnu sjókvíaeldi á laxi breiðist hratt út um heiminn. Hér fyrir neðan er hlekkur á nýja vefsíðu franskra grasrótarsamtaka en neysla á eldislaxi er hvergi meiri í Evrópu en í Frakklandi. Á vefsíðunni er farið á greinargóðan hátt yfir þann skaða sem...
Aðeins 13,9% þjóðarinnar er jákvæð í garð sjókvíaeldis
Munum að 65,4% þjóðarinnar eru mótfallin sjókvíaeldi á laxi, aðeins 13,9% eru jákvæð, restin hefur ekki tekið afstöðu. Hjálpumst að við að tryggja að þau sem taka sæti á Alþingi eftir kosningar endurspegli þessa afgerandi og skýru afstöðu.
Stikla úr væntanlegri heimildarmynd frá skoskum baráttusamtökum gegn laxeldi
Dagar þessa iðnaðar eru taldir. Það bíður þeirra sem setjast á þing eftir kosningar að móta löggjöf um að stöðva þann skaða sem sjókvíaeldi er að valda á náttúru og lífríki Íslands.
Frumsýning á baráttumyndbandi á Seyðisfirði
Frumsýning á morgun. Horfum og deilum! Styðjum Seyðfirðinga ❤️ Austurfrétt fjallaði um frumsýninguna: „Við ætlum með þetta myndband út um allan heim og fá fólk með okkur í lið til að þrýsta á stjórnvöld um að gera það sem er rétt í þessu máli,“ segir Benedikta Guðrún...
Skilaboð frá Chris Burkard sem verður gestur á smstöðufundi 12 október
Við stöndum með Seyðfirðingum!
Farice leggst gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði sem mun óhjákvæmilega ógna samskiptaöryggi
Vegna þess hversu þröngur Seyðisfjörður er mun verða afar erfitt að halda áfram með áform um sjókvíaeldi í firðinum án þess að ógna alvarlega fjarskipta- og siglingaöryggi. Austurfrétt greinir frá: Farice, opinbert félag sem rekur þrjá sæstrengi sem flytja...
ASC „vottun“ Kaldvíkur er grænþvottur
Við viljum benda lesendum á að þessi slappi ASC stimpill er ekki fyrir fyrirtæki í heild heldur stök sjókvíaeldissvæði sem þau eru með í rekstri. Þannig geta fyrirtækin verið með allt niðrum sig á öllu nema einu svæði (sjúkdómar, dauði, lús, eitranir og sleppingar) en...
Nærri fjórðungur af öllum laxi í sjókvíaeldi drepst í kvíunum
Að ala lax í sjókvíum skapar fjölmörg heilbrigðisvandamál fyrir eldisdýrin. Stöðugar „kynbætur“ í fjórtán til fimmtán kynslóðir hafa skapað tegund af eldislaxi þar sem vaxtarhraði hefur verið megin markmiðið. Þessar áherslur hafa haft þær afleiðingar að allir...
Vísir fjallar um laxaastmi sem hrjáir starfsfólk norskra laxasláturhúsa
Fréttirnar frá Noregi vekja eðlilega óhug. Heilbrigðisástand starfsfólks í eldisiðnaðinum hér á landi hefur ekki verið rannsakað. Vísir fjallar um laxaastma sem hrjáir starfsfólk í norskum laxasláturhúsum: Dæmi eru um að alvarlegir öndunarfærasjúkdómar hafi gert vart...
Ísland er eitt síðasta vígi Atlantshafslaxins: Viðtal við Rick Rosenthal í Kastljósi
„Alls staðar í heiminum þar sem þessar sjókvíar eru minnkar villti laxastofninn,“ segir Rick Rosenthal í mögnuðu viðtali sem tekið var upp á bökkium Elliðaáa og sýnt í Kastljósi í gær. Rick er líffræðingur, kafari og kvikmyndagerðarmaður. Hann sérhæfir sig í...
Starfsfólk í norskum laxasláturhúsum þjáist af þrálátum öndunarfærasjúkdómum
Norski ríkisfjölmiðillinn NRK var að birta sláandi úttekt um faraldur alvarlegra öndunarfærasjúkdóma sem leggst á starfsfólk sem vinnur við slátrun og pökkun á eldislaxi. Í fréttaskýringu NRK er rætti við Carl Fredrik Fagernæs, lækni sem vinnur að doktorsverkefni um...
Sjókvíaeldisfyrirtækin skáka í skjóli óvandaðra vinnubragða sem gegnsýra íslensk stjórnmál og stjórnsýslu
„... sé ekki samstarf og samhæfing milli ráðherra á vettvangi ríkisstjórnarinnar sé ekki hægt að ætlast til þess að ráðuneytin sjálf eigi með sér viðhlítandi samstarf og ef ráðuneytin sjálf hafi ekki með sér samstarf sé ekki hægt að ætlast til þess að það sé þannig...