„Alls staðar í heiminum þar sem þessar sjókvíar eru minnkar villti laxastofninn,“ segir Rick Rosenthal í mögnuðu viðtali sem tekið var upp á bökkium Elliðaáa og sýnt í Kastljósi í gær.

Rick er líffræðingur, kafari og kvikmyndagerðarmaður. Hann sérhæfir sig í náttúrulífsmyndum og nýlega kom út mynd um hvali sem hann gerði í samvinnu við David Attenborough.

Ástæða ferðar Rick til íslands er heimildarmynd sem hann vinnur að um Norður-Atlantshafslaxinn sem berst nú fyrir tilveru sinni vegna áhrifa loftslagsbreytinga á hafið og skaðans af völdum opins sjókvíaeldis.

Við mælum eindregið með áhorfi.