Fréttir
Viðtal við stofnanda fataframleiðandans Patagónía í Hemildinni
Þetta er afbragðs gott viðtal við Yvon Chouinard, stofnanda Patagonia og eindreginn stuðningsmanns náttúru Íslands og villta laxins. 70 prósent þjóðarinnar er andsnúinn sjókvíaeldi á laxi. Við þurfum að fá stjórnmálafólkið á Alþingi til að hlusta. Og já, við ætlum að...
Engin svör frá Umhverfisstofnun um notkun lúsaeiturs meðan umhverfisáhrif þess óþekkt
Þessi merkilega frétt birtist í Morgunblaðinu. Þar kemur fram að ekki fást svör við spurningu um hvort Umhverfisstofnunin telji forsvaranlegt að eiturefni og lyf gegn laxa- og fiskilús séu í notkun á meðan áhrif þeirra á lífríki í þeim fjörðum þar sem þau eru...
Atvinnusköpun í sjókvíaeldi gagnast fyrst og fremst erlendu farandverkafólki
Vel var mætt á málstofu í Odda þar sem Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, kynnti nýja skýrslu um áhrif sjókvíaeldis á byggð í næsta nágrenni, leyfisveitingar og byggðastefnu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að þar sem sjókvíaeldi á laxi er...
Ný og óvænt eftiráskýring Arctic Fish á sleppislysinu í fyrra
Útskýringarnar hjá Arctic Fish á því sem fyrirtækið klúðraði taka stöðugum breytingum. Hvernig skildi standa á því? Heimildin greinir frá síðustu útgáfu eftiráskýringa Arctic Fish: Laxeldisfyritækið Arctic Fish segir að laxalúsafaraldurinn hjá fyrirtækinu í fyrra og...
Fiskur sem notaður er fóður til að framleiða eina máltíð af eldislaxi myndi duga í fjórar
Til að framleiða eina máltíð af eldislaxi þarf prótein og næringarefni sem myndu duga í þrjár til fjórar máltíðir fyrir fólk. Þetta er fáránleg nýting á hráefni. Rannsóknin birtist í Nature Food. Fjallað er um rannsóknina og matvælasóunina sem sjókvíaeldið er...
Gríðarlegur laxadauði í norsku sjókvíaeldi, en þó lægri en á Íslandi sem sprengir alla skala
Aldrei hafa fleiri eldislaxar drepist í sjókvíum við Noreg en í fyrra. Dauðshlutfallið þar var 16,7 prósent en hér við land var það um 23 prósent í þessum grimmdarlega iðnaði. Í nýrri skýrslu frá norsku Dýralæknastofnuninni kemur fram að ástandið var mjög misslæmt...
Fólk um allan heim að vakna til meðvitundar um skaðsemi sjókvíaeldis
Heimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hrikaleg meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna er á eldislaxinum. Í engum öðrum búskap, þar sem dýr eru alin til manneldis, drepst jafn hátt hlutfall eldisdýra vegna aðstæðna, sjúkdóma og innbyggðra veikleika og í sjókvíaeldi...
Jón Kaldal og Jens Garðar Helgason tókust á í Spursmálum, spjallborðsþætti Morgunblaðsins,
Viðræður Stefáns Einars Stefánssonar, þáttastjórnanda, við Jens Garðar Helgason frá Fiskeldi Austfjarða og Jón Kaldal frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum eru fróðlegar. Þessi þáttur er í opinni dagskrá á vef Morgunblaðsins. Óhætt er að segja að kastast hafi í...
Sjóbirtingur gengur aftur í ár eftir að sjókvíar voru fjarlægðar við Discovery eyjar í Kanada
Þetta eru alldeilis góðar fréttir, og sýnir hversu mikil áhrif það hefur að fjarlægja sjókvíar. Salmon farms removed from Discovery Islands, now Klahoose are reporting herring have returned for the second year! No longer swarming around the farms addicted to farm...
Umfjöllun Guardian um andstöðu íbúa Suðureyja Skotlands við sjókvíaeldu
Sjókvíaeldi á laxi klýfur samfélög alls staðar þar sem það er stundað. Í ítarlegri umfjöllun The Guardian er talað við íbúa Gigha, sem er ein Suðureyja (Hebrides) við strendur Skotlands, en þar hefur sjókvíaeldisiðnaðinum tekist að kljúfa samfélagið. Gríðarlegur...
Laxadauði er vaxandi vandamál um allan heim
Dauði eldislaxa fer vaxandi í sjókvíum í öllum heimshlutum þar sem þessi grimmdarlegi iðnaður er stundaður. Þetta sýnir umfangsmikil tölfræðigreining sem var að birtast og hægt er að skoða með því að smella á hlekkinn sem fylgir hér fyrir neðan. Fyrrum...
Áhættumat Hafró vegna erfðablöndunar verulega ábótavant, byggt á vafasömum forsendum
Hér eru stór tíðindi. Verulegir gallar hafa fundist á vinnunni að baki áhættumati um erfðablöndun eldislax við villta laxastofna, sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir mistökum við meðferð tölfræðigagna og túlkun rannsókna í áhættumatinu...