Fréttir
Arnarlax fær gefins laxeldiskvóta sem myndi kosta 12,5 milljarða í Noregi
Þetta er vægast sagt athyglisvert. Örfáir einstaklingar og fyrirtæki eru að fá á silfurfati gríðarlega verðmæt framseljanleg leyfi til að gera út á íslenska náttúru. „Ef Ísland myndi selja laxeldiskvóta á sama verði og Norðmenn ætti íslenska ríkið að fá 110 milljarða...
Tækniframfarir munu útrýma störfum í landi í tengslum við sjókvíaeldi
Í þessu 2,3 mínútna langa vídeói er hægt að sjá þá framtíð sem blasir við sjókvíaeldi með auknum tækniframförum. Þetta skip er að hefja vinnslu við Noreg. Það siglir upp að sjókvíunum, sogar fiskinn upp, slátrar um borð og fer svo með hann til Danmerkur til frekari...
Laxeldisfyrirtæki í Chile komast ekki lengur upp með gengdarlausa mengun
Hæstiréttur í Chile hefur skipað stjórnvöldum þar í landi að koma á nýjum mengunarvarnarreglum innan tveggja mánaða. Tilefni dómsins er að stjórnvöld heimiluðu laxeldisfyrirtækjum að losa níu þúsund tonn af dauðum eldislaxi í sjóinn af „neyðarástæðum“ árið 2016. Í...
Erfðablöndun af völdum strokulaxa er óvéfengjanlega grafalvarleg ógn við villta laxastofna
Að gefnu tilefni er rétt að minna á að ekki er um það deilt innan vísindasamfélagsins að villtum laxastofnum stafar hætta af fiski sem sleppur úr sjókvíum. Það er óvéfengjanleg staðreynd málsins. Hitt er líka þekkt að það eru til einhverjir örfáir fræðimenn sem halda...
Hvatningarorð frá Noregi: Hættið notkun opinna sjókvía
Góð hvatningarorð frá Noregi: „Sem dæmi um hve vel hefur tekist til með lokuð kerfi þá hefur fyrirtæki í Noregi, Akvafuture, ræktað lax í lokuðum sjókvíum síðan árið 2012 án þess að þurfa að eiga við sjúkdóma eða laxalús. Íslendingar ættu einungis að notast við lokuð...
„Áhrifin geta komið fram samstundis“ – Grein Dr. Kjetil Hindar
Sjókvíaeldismenn hafa undanfarna daga teflt fram mönnum sem halda því fram að hættan af erfðamengun frá eldisfiski sé nánast engin og taki áratugi að verða að veruleika. Þetta er alrangt. Áhrifin geta komið fram samstundis segir Dr Kjetil Hindar í þessari grein, en...
Enn fjölgar veitingastöðum sem hafa hætt að bjóða upp á lax úr opnum sjókvíum
Þetta er til fyrirmyndar. Megi sem flestir veitingastaðir fylgja í kjölfar Orange Café. https://www.facebook.com/orangeespressobar/photos/a.1484121534937242/2160830350599687/
Enginn sjókvíaeldisfiskur lengur í veiðihúsum SVFR
Allir geta lagt sitt af mörkum með því að sniðganga sjókvíaeldislax í matvöruverslunum. Þær hafa flestar líka á boðstólunum bleikju sem er alin í landeldi. https://www.svfr.is/enginn-sjokviaeldisfiskur-veidihusum-svfr/
Talsmaður samtaka fiskeldisstöðva fer vísivitandi með rangt mál
Og Einar K. Guðfinnsson sagði aðspurður í viðtali á Bylgjunni að það væri „óumdeilt“ að eldislax sem sleppur úr sjókví í Arnarfirði geti ekki synt upp til dæmis Norðurá í Borgarfirði. Einar er stjórnarformaður fagsamtaka fiskeldisstöðva á Íslandi en virðist þó ekki...
Strokufiskar úr sjókvíaeldi ógna villtum laxastofnum dreifa sér í allar ár landsins
„Sérfræðingur Hafrannsóknarstofnunar, hefur sagt að allar ár landsins séu í hættu. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem einhverjir umhverfissinnar halda fram. Þetta er bara staðreynd sem við höfum séð raungerast og sérfræðingar benda á,“ sagði Jón Kaldal félagi í IWF...
Gríðarlegur laxadauði er staðreynd í sjókvíaeldi
Enn halda áfram að berast fréttir af hrikalegum fiskidauða í þessum verksmiðjubúskap sem sjókvíaeldið er. Fiskidauði og skemmdar kvíar eru þau orð sem oftast koma fyrir í fréttum af sjókvíaeldi, líka hjá sjálfum eldisfyrirtækjunum:. „Óvenjulega mikil dánartíðni átti...
Óumdeilt að öllum laxastofnum landsins stendur ógn af sleppilöxum úr sjókvíum
Í umræðum á Bylgjunni í morgun um heimildarmynd Þorsteins J. Vilhjálmssonar sagði Einar K. Guðfinnssson aðspurður um hættuna á því að eldisfiskur sem sleppur úr kví í Arnarfirði geti birtst til dæmis í Norðurá, að það væri „óumdeilt“ að sú hætta væri ekki til staðar....