„Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum.

Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.“

Úr merkilegri grein Magnúsar Ólafsson frá Sveinsstöðum í Fréttablaðinu í dag. Þar fer Magnús yfir sögu veiðifélaganna, en ólíkt því sem margir halda eru þau ekki félög veiðiáhugafólks heldur lögbundin samvinnufélög eigenda bújarða sem njóta silungs- og laxveiðihlunninda.