Já, svona er þetta. Leyfin gefin í sjó hér, en nútímavæðingin hafin á sama tíma í Noregi.

Skv. frétt RÚV:

“Með því að færa byggja kvíarnar á landi segjast forsvarsmenn framkvæmdanna geta minnkað líkur á laxalús og öðrum sjúkdómum hjá fiskunum.

Það er á vesturströnd Noregs, nánar tiltekið á Harøya í Fræna þar sem hið nýja laxeldi á að rísa. Það verður engin smásmíði, og kemur til með að kosta um 3 milljarða norskra króna. Þar á að vera hægt að framleiða um 30 þúsund tonn af eldislaxi ár hvert.

Þrátt fyrir að vera við sjóinn verða kvíarnar allar á þurru landi. Með því að hafa þær á landi segjast forsvarsmenn fyrirtækisins Salmon Evolution geta komið í veg fyrir laxalús og aðra óværu sem laxinn geti komist í tæri við í sjónum.”