Baráttan heldur áfram. Gæslufólki lax- og silungsveiðiáa Íslands er eðlilega mjög órótt yfir þeim möguleika að stjórnvöld muni heimila stórfellt iðnaðareldi á laxi í opnum sjókvíum, enda yrði það bein atlaga að lífsafkomu um 1.500 fjölskyldna á landsbyggðinni.

Skv. frétt mbl.is

„Fisk­eldi í opn­um sjókví­um við strend­ur lands­ins með frjó­um fiski af norsk­um upp­runa eru ham­far­ir gegn nátt­úr­unni og ís­lensk­um hags­mun­um.“ Þetta eru loka­orð harðorðrar yf­ir­lýs­ing­ar sem Veiðifé­lag Breiðdæla samþykkti á aðal­fundi sín­um fyr­ir nokkr­um dög­um.

Aðal­fund­ur­inn var hald­inn í Eyj­um, veiðihús­inu við Breiðdalsá. Mót­mæl­ir aðal­fund­ur­inn harðlega lax­eldi í opn­um sjókví­um við strend­ur lands­ins og skor­ar á stjórn­völd að grípa nú þegar til viðeig­andi aðgerða til heilla fyr­ir framtíð þjóðar, eins og það er orðað í álykt­un­inni sem ber ein­fald­lega yf­ir­skrift­ina „Álykt­un um fisk­eldi“.