Þetta er ekki tímabært segja sjókvíaeldismennirnir og talsmenn þeirra. Of dýrt og tæknin ekki tilbúin segja þeir og stinga höfðinu í sandinn.

Staðreyndir er sú að þetta er hægt og er byrjað.

Í þessari frétt um landeldisstöð í Wisconsin kemur meðal annars fram að hún endurnýtir 99,9% af því vatni sem er notað við eldið og í sambyggðu gróðurhúsi er ræktað grænmeti þar köfnunarefni úr hreinsuðu vatninu eru nýtt sem áburður.

Þessi eldislax sér aldrei laxalús eða sýklalyf og lífríkinu stafar engin hætta af honum.

Við Íslendingar höfum stórkostleg tækifæri til að byggja laxeldi upp með ábyrgðum og hagkvæmum hætti, en í staðinn hamast sjókvíaeldismenn á stjórnvöldum til að fá að fara ódýrustu leiðina þó vitað sé að hún veldur stórfelldri mengun og mun skaða villtu laxastofnana okkur með óafturkræfum hætti.