Jón Kaldal blaðamaður og félagi í hópnum að baki IWF skrifar hér um vanda Ara Trausta og félaga í VG þegar kemur að því að verja óvönduð vinnubrögð Alþingis við lagasetningu í þágu opins sjókvíaeldis.

Í greininni sem birtist í Kjarnanum segir Jón meðal annars:

“Í þessu sam­hengi er gagn­legt að rifja upp orð sem annar þing­maður VG lét falla í umræðum á Alþingi fyrir tveimur árum.

„Í þessu máli eru mýmörg og alvar­leg lög­fræði­leg álita­mál auk þess sem í mála­til­bún­að­inum öllum er nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miðum vikið til hliðar í þágu einnar fram­kvæmdar sem er óásætt­an­legt. Í frum­varp­inu er lagt til að kæru­heim­ild umhverf­is­vernd­ar­sam­taka sem virkj­ast við lok langs fer­ils verði í raun felld úr gildi með sér­tækum lög­um. Fram­kvæmda­leyfið eitt getur virkjað umrædda heim­ild, að gild­andi lög­um, og hlýtur því að vera umhugs­un­ar­efni hvort lög­gjaf­inn sé með þessu máli að skapa for­dæmi fyrir því að kæru­heim­ildin verði höfð að engu í fleiri málum og þar með þau rétt­indi umhverf­is­vernd­ar­sam­taka sem Árósa­samn­ing­ur­inn mælir fyrir um.”

Þetta sagði Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir á Alþingi 10. októ­ber 2016 og hittir þar algjör­lega naglann á höf­uð­ið.  Þann 9. októ­ber 2018 greiddi hún svo atkvæði með laga­frum­varpi sem víkur öllu því til hliðar sem hún hafði varað við tveimur árum áður.”