The Icelandic Wildlife Fund hefur skilað til atvinnuveganefndar Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Umsögnina má lesa í heild í meðfylgjandi viðhengi en þetta er lykilatriði:

Opnar sjókvíar eru hvarvetna til vandræða útaf mengun, laxalús og sjúkdómum í kvíunum. Það má ekki að endurtaka sömu mistök hér og er verið að reyna að vinda ofan af annars staðar.

Norsk Industry (NI) birti árið 2017 vegvísi fyrir fiskeldisgeirann þar sem mörkuð er sú metnaðarfulla stefna að norsk laxeldisframleiðsla verði „skilvirkasta og náttúruvænsta próteinframleiðsla í heiminum.“ Norsk Industry eru samtök iðnaðarins í Noregi og eru öll helstu fiskeldisfyrirtæki landins aðilar að samtökunum.

Samkvæmt vegvísi NI er markmiðið að fyrir árið 2030 verði ekkert strok fiska úr eldiskvíum, engin laxalús í kvíum og úrgangur sem fellur til við eldið verður endurunninn. Í vegvísinum kemur fram að lögð verður áhersla á öfluga þróun á aðferðum sem tryggja dýravelferð og að framleiðsluaðferðir verði sjálfbærar þar sem lífríkið og umhverfi verði í forgangi fremur en vöxtur greinarinnar.

Ísland er einstakri stöðu til að leggja sambærilegar línur strax með skýrum hætti í lögum um fiskeldi.

Í greinargerðinni með frumvarpinu kemur fram sú góða sýn að lögin eigi að „stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna.“ Því miður skortir mikið upp á að þessi markmið séu útfærð í lagatextanum sjálfum.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/pcb.392640617870174/392638261203743/?type=3&theater