Í kjölfar nýrra rannsókna á mengun frá opnu sjókvíaeldi vill Umhverfisstofnun Skotlands herða til muna löggjöfina og regluverkið um laxeldi við landið.

Samkvæmt þessari frétt BBC hafa rannsóknir leitt í ljós að eiturefni og lyf sem notuð eru við meðferð laxalúsar í kvíunum hafa mun meiri áhrif á umhverfið og lífríkið en var áður talið.

Þá vill Umhverfisstofnun landsins einnig að sjókvíaeldisfyrirtækin nái tökum á mengun sem streymir frá kvíunum í formi fóðurleifa og saurs frá fiskunum. Mögulegar afleiðingar af breyttri löggjöf eru að loka þurfi einhverjum sjókvíaeldisstöðvum og færa aðrar lengra frá landi þar sem straumar eru þyngri og mengunin dreifist þannig víðar í stað þess að hún hlaðist upp fyrir neðan kvíarnar.

Í umfjöllun BBC segir m.a.:

“Some salmon farms could close because of tough new rules being proposed by Scotland’s environmental watchdog.

Sepa wants to reduce the amount of liquid medicines, animal waste and uneaten food from fish farms which are polluting the marine environment.

It has concluded a major study which raised concerns about chemical treatments for parasitic sea lice.

The study found the chemicals had a longer-lasting environmental impact than previously understood.

New restrictions will limit their future use and updated environmental modelling could mean some sites will have to relocate to deeper waters with stronger tides.”