Við hjá IWF erum sammála formanni Landssambands veiðifélaga sem segir í þessari frétt RÚV að umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um fiskeldisfrumvarpið séu mikil vonbrigði.

Umsögnin er ekki alslæm að mati okkar hjá IWF. Þar er að finna góða brýningu um mikilvægi þess að efla eftirlit með sjókvíaeldinu og mikilvægi þess að lögfesta áhættumat Hafrannsóknastofnunar. En þar er líka að finna fullkomna firru á borð við að kafarar í ám verði hluti af mótvægisaðgerðum vegna sjókvíaeldis.

Í heild er umsögn umhverfis- og samgöngunefndar því miður ekki sú mótspyrna sem vonast var eftir fyrir hönd umhverfis og lífríkis landsins.

Sjá umfjöllun RÚV.