Stöð 2 fjallaði um frumsýningu heimildarmyndarinnar Artifishal. Myndin var frumsýnd í Osló í gærkvöldi og mun á næstu vikum og mánuðum verða sýnd um allan heim.

„Hún fjallar sérstaklega um það sem við höfum gert við laxinn og hvernig maðurinn er nú að gera hann „óvilltan“ og áhrifin sem það hefur á dýralífið. Ég held að Íslendingar verði að spyrja sig hvort þeir séu sáttir við að eldisfiskur hafi áhrif á framtíð villtra fiska eða verðum við að finna leið, sem getur stutt hvort tveggja“, segir Josh Murphy, leikstjóri myndarinnar