Rifin net í sjókvi i Berufirði og rifin net í sjókvi við Noreg. Svona er þessi sjókvíaeldisiðnaður.

,,Gat hafði komið á kví og nær allur laxinn horfið á braut, aðeins sjö hundruð voru eftir. Talið er að gatið sé eftir skrúfu á báti,” segir í þessari frétt RÚV.

“Tíu þúsund eldislaxar sluppu úr kví í Sognsfirði í Noregi um helgina. Það sem af er árinu hafa nærri þrjú hundruð þúsund eldislaxar sloppið þar við land.

Slysasleppingin uppgötvaðist á mánudag og var tilkynnt yfirvöldum. Gat hafði komið á kví og nær allur laxinn horfið á braut, aðeins sjö hundruð voru eftir. Talið er að gatið sé eftir skrúfu á báti.

Sognsfjörður er lengsti og dýpsti fjörður Noregs. Sjómenn hafa í vikunni reynt eftir fremsta megni að ná eins miklu af eldislaxinum og mögulegt er. „Ég reyni að veiða eins mikið og ég get en ég ræð ekki við allt. Þetta er harmleikur fyrir norsku fánuna,“ segir Per Arne Nilsson, sjómaður.”