Samanlagður rekstrarhagnaður norsku laxeldisrisanna var 2,3 milljarðar evra á síðasta ári, eða sem nemur 285 milljörðum íslenskra króna. Mörg af þessu fyrirtækjum eru meðal stærstu eigenda að fyrirtækja sem stunda sjókvíaeldi við Ísland.

Í Noregi þurfa laxeldisfyrirtæki að greiða háar upphæðir fyrir rekstrarleyfi þar sem verið er að nýta hafsvæði í sameign norsku þjóðarinnar fyrir þennan mengandi iðnað.

Hér á landi eru rekstrarleyfin hins vegar gefin fyrirtækjum, sem eru með þessa moldríku eigendur sér að baki, og að auki hafa skattgreiðendur verið látnir reiða fram tæplega hundrað milljón krónur í umhverfissjóð fiskeldisstöðva, sem þær eiga þó lögum samkvæmt að standa sjálfar undir.

Það er augljóst að hér er eitthvað eins og það á ekki að vera.

Norwegian salmon producers’ combined operating profit for 2017: €2.3 billion