Þetta er stórfrétt!

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur í tveimur úrskurðum fellt í dag úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um veita Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.

Skv. frétt Matvælastofnunar:

“Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur í tveimur úrskurðum sem féllu þann 27. september 2018 fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um veita Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.

Niðurstaða nefndarinnar byggir á að umhverfismatsskýrsla fyrirtækjanna og álit Skipulagsstofnunar á skýrslunni geti ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. Taldi nefndin að Matvælastofnun hefði borið að tryggja að málið væri nægilega upplýst, m.a. með því að gæta að því að lögbundið álit Skipulagsstofnunar hafi verið nægilega traustur grundvöllur fyrir leyfisveitingu.”