Fiskeldi Austfjarða hefur sótt um stærri eldisleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, vill auka framleiðslu úr 11 þúsund tonnum í 21 þúsund.

Saurmengun frá 21 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum er á við klóakmengun frá 168 þúsund manns.

Samhengi: Samanlagður íbúafjöldi Berufjarðar og Fáskrúðsfjarðar er um eitt þúsund manns.

Laxeldi í opnum sjókvíum er mengandi iðnaður, eins og bent er á réttilega í þessari frétt RÚV;

“Fiskeldi Austfjarða hefur sótt um stærri eldisleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, vill auka framleiðslu úr 11 þúsund tonnum í 21 þúsund tonn. Fyrirtækið er í dag aðeins með starfsemi í Berufirði en nýtir ekki eldisleyfi á Fáskrúðsfirði. …

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er ein þeirra 43 sem sendu inn athugasemd. Fyrirtækið bendir á að við vinnslu á loðnuhrognum nýti það mikið af djúpsjó eða um 500 rúmmetra á klukkustund. Sjórinn sé tekinn á 30-50 metra dýpi og þar sem hann sé í snertingu við hrognin þurfi hann að vera mjög hreinn. Straummælingar sýni stöðuga hringrás í firðinum og ljóst séð sjávarstraumar gætu borið mengun frá fyrirhuguðum eldissvæðum að sjóinntaki Loðnuvinnslunnar. Í frummatskýrslunni sé hvergi minnst á þessa hættu.”