Við höldum áfram að vekja athygli á fréttum af hinni stóru landeldisstöð sem er tekin til starfa í útjaðrri Miami í Flórída.

Framleiðsla er hafin í stöðinni en samhliða er verið að byggja upp næstu áfanga hennar á fyrrum tómataakri sem nær yfir 80 ekrur eða 0,32 ferkílómetra. Stöðin er knúin áfram af sólar- og vindorku.

Eins og kemur fram í þessari umfjöllun fagmiðilsins hefur Miami stöðin það umfram keppinautana í sjókvíaeldi að hún er sjálfbær. Hún hvorki dælir menguninni frá starfseminni beint í sjóinn né ógnar lífríkinu með þeim fiski sem óhjákvæmilega sleppur úr sjókvíunum.

Þarna er sem sagt framtíðin í laxeldi að raungerast.

Sjá umfjöllun SalmonBusiness.