Neikvæð áhrif aukins laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði felast í áhrifum á botndýralíf, aukinni hættu á að fisksjúkdómum, að laxalús berist í villta laxfiska og áhrifum á villta laxastofna vegna erfðablöndunar.
Þetta er meðal þess sem kemur fram Í áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu Laxa fiskeldis vegna umhverfismats fyrir aukningu laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði úr sex þúsund tonnum í 16 þúsund tonn.
Fjallað var um álit Skipulagsstofnunar í Morgunblaðinu.