Viðskiptablaðið fjallar um upplýsingaskiltið í Leifsstöð:

“Íslenski náttúruverndarsjóðurinn (The Icelandic Wildlife Fund) og Landssamband veiðifélaga, hafa látið koma upp stóru skilti í innritunarsal Leifsstöðvar.

Jón Kaldal, talsmaður IWF, segir að skiltinu hafi verið komið upp til þess að vekja athygli á þeirri baráttu sem nú stendur yfir fyrir verndun íslenskra laxastofna.

„Þetta er barátta sem er á mikilli ferð núna hjá okkur á Íslandi og við hjá IWF finnum mjög vel fyrir því að áhuginn á því að vernda íslenska laxastofna nær langt út fyrir Ísland. Við höfum fengið ákall víða að, meðal annars í gegnum Facebook-síðu okkar. Fólk er að fylgjast með því sem við erum að gera. Þetta skilti í Leifsstöð er ákveðið svar við þessu ákalli og við finnum að margir vilja styðja við bakið á þessari baráttu. Við viljum vekja athygli á því að hér á Íslandi erum við að verja síðasta vígi villta Atlantshafslaxins, eins og við köllum það” segir Jón.!