Skelfilegar afleiðingar eldis. Eldislax veiddist í Laxá í Aðaldal.
Skv. frétt Mbl.is um þetta sorglega mál:
„Jón Sigurðsson var á veiðum fyrir neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal í gær og veiddi þar fisk sem allt bendir til að sé eldislax.
Jón sagði í pistli sem hann skrifaði að dræm taka hafi verið í allri Laxánni síðastliðna tvo daga enda 24 stiga hiti og steikjandi sól. Um klukkan 21:30 í gærkvöldi var að flæða að fyrir neðan fossa og hitinn hafði dottið niður. Jón sagðist hafa fengið góða töku og hélt að þar væri kominn laxinn sem hann gæti fagnað og sleppt aftur að viðureign lokinni. Mikil vonbrigði urðu hins vegar þegar fisknum var landað og í ljós kom að um eldislax var að ræða sem er einn helsti óvinur laxveiðimanna. Jón sagði að í huga sér hefði verið runninn upp sorgardagur.