Skelfilegar afleiðingar eldis. Eldislax veiddist í Laxá í Aðaldal.

Skv. frétt Mbl.is um þetta sorglega mál:

“Jón Sig­urðsson var á veiðum fyr­ir neðan Æðarfossa í Laxá í Aðal­dal í gær og veiddi þar fisk sem allt bend­ir til að sé eld­islax.

Jón sagði í pistli sem hann skrifaði að dræm taka hafi verið í allri Laxánni síðastliðna tvo daga enda 24 stiga hiti og steikj­andi sól. Um klukk­an 21:30 í gær­kvöldi var að flæða að fyr­ir neðan fossa og hit­inn hafði dottið niður. Jón sagðist hafa fengið góða töku og hélt að þar væri kom­inn lax­inn sem hann gæti fagnað og sleppt aft­ur að viður­eign lok­inni. Mik­il von­brigði urðu hins veg­ar þegar fiskn­um var landað og í ljós kom að um eld­islax var að ræða sem er einn helsti óvin­ur laxveiðimanna. Jón sagði að í huga sér hefði verið runn­inn upp sorg­ar­dag­ur.