Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna gera mikið úr mögulegri atvinnusköpun. Hvað skildi vera til í því? Tækniframfarir og þróun á fjarvinnslu er hröð í þessum geira eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Þetta 2,3 mínútna langa myndband sýnir þá framtíð sem blasir við sjókvíaeldi með auknum tækniframförum. Þetta skip er verið að sjósetja við Noreg. Það siglir upp að sjókvíunum, sogar fiskinn upp, slátrar um borð og fer svo með hann til Danmerkur til frekari vinnslu.

Óþarfi er að efast um að sama mun gerast hér. Fiskeldisfyrirtækin, sem eru í meirihluta í norskri eigu, munu senda skip sín eftir eldislaxinum og fara með hann annað. Á Íslandi verða í besta falli örfáir starfsmenn sem sinna viðhaldi sjókvíanna. Önnur störf og hagnaðurinn verður til utan landhelginnar.

Við sitjum hins vegar eftir með um­hverfis­mengunina og óafturkræfan skaða á villta íslenska laxastofninum.

Short film shows the “Gannet’s” game-changing logistics