Veftímarit bandaríska útivstarvöruframleiðandans Patagonia var að birta þessa grein um stöðu baráttunnar fyrir vernd villtra laxastofna hér á Íslandi.

Í þessari grein ræðir blaðamaður The Clenest Line, vefrits Patagonia um umhverfismál, við Jón Kaldal frá IWF og Friðleif Guðmundsson frá NASF um stöðu villtra laxastofna á Íslandi og ógnina sem þeim steðjar af laxeldi í opnum sjókvíum.

Patagonia hefur í mörg ár tekið virkan þátt í náttúruvernd með ýmsum hætti. Meðal annars rennur fastur hluti af árlegri veltu fyrirtækisins til umhverfisverndarsamtaka og það framleiðir ýmislegt upplýsingaefni til miðlunar fyrir almenning um allan heim. Ef fleiri stórfyrirtæki hugsuðu eins og Patagonia væri heimurinn betur settur en hann er. The Cleanest Line:

“Patagonia Europe has been supporting grassroots groups in Iceland to push back against the salmon farming industry and ask for a ban on open-net salmon farms in Iceland, Norway, Scotland and Ireland. Since the launch of the campaign, a new aquaculture bill just passed in Iceland with some urgently needed restrictions on salmon farming. This is a step forward for protecting wild fish and their habitat, but the further expansion of open-net pen usage by the industry poses a significant threat.”