Þróunin úti í heimi er öll á þá leið að laxeldi er að færast ýmist upp á land eða í lokuð kerfi í sjó. Hér er frétt um tilraunir með lokaðar sjókvíar sem verða langt út á hafi en það lágmarkar hættu á skaða fyrir umhverfi og lífríki. Stór þáttur í hönnuninni er að velferð eldislaxanna er höfð í hávegum samkvæmt fréttinni, ólíkt því sem er í opnum sjókvíum. Til dæmis verður hægt að verja fiskana gagnvart laxalúsinni sem veldur hræðilegum skaða þegar hún stingur sér niður í opnu sjókvíarnar.

“Spidercage” closed-containment, offshore farm undergoes tests