Það er ekki bara í öðrum löndum sem þróunin í landeldi er hröð. Hér á Íslandi er landeldi á laxi og bleikju í miklum blóma, bæði á Norðurlandi og Reykjanesi. Velgengnin er slík að Samherji hyggst tvöfalda landeldið sitt fyrir norðan.
Svo má rifja upp að unnið er að undirbúningi 5.000 tonna landeldisstöðvar í Þorlákshöfn.
„Umhverfisstofnun leggur til að Samherja fiskeldi ehf. verði heimilt að tvöfalda framleiðslu sína á laxi eða bleikju að Núpsmýri í Öxarfirði. Núgildandi starfsleyfi heimilar framleiðslu á 1.600 tonnum af sandhverfu, lúðu, laxi og bleikju í landstöðvum en nýtt leyfi heimilar 3.000 tonn.
Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum, að mati skipulagsstofnunar. …“