Við vekjum athygli bjórunnenda og náttúruverndarsinna á þessum nýja bjór sem heitir því stutta og laggóða nafni Á, en framleiðendur hans ætla að láta hluta af andvirði sölu hans renna til baráttu IWF fyrir náttúru og lífríki Íslands.

Á kemur í tveimur útgáfum, session IPA og lager, og fæst í flestum veiðihúsum landsins og ýmsum veitingahúsum, þar á meðal Le Kock, Mímisbar, Microbar, Skúla Craftbar, Session Bar, American bar og Sólon.

Skál!