Morgunblaðið fjallar um stofnun Iceland Wildlife Fund og birtir fréttatilkynningu okkar.
Settur hefur verið á laggirnar umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife Fund (IWF). Megináhersla sjóðsins er náttúruvernd og umhverfismál, þar með talið að standa vörð um villta íslenska laxastofninn, sjóbleikju, sjóbirting og aðra ferskvatnsfiska í ám og vötnum Íslands.
Stofnendur IWF eru Ingólfur Ásgeirsson flugstjóri og Lilja R. Einarsdóttir framkvæmdastjóri, en þau leiða breiðan hóp fólks með fjölbreyttan bakgrunn sem á það sameiginlegt að vilja slá skjaldborg um íslenska náttúru, að því er segir í fréttatilkynningu.